Auglýsing um svæði og lönd sem talin eru sérstök hááhættusvæði vegna COVID-19
Hér má sjá auglýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu um svæði og lönd sem talin eru sérstök hááhættusvæði vegna COVID-19. Um er að ræða lönd eða svæði þar sem 14 daga nýgengi er 500–699 á hverja 100.000 íbúa, nýgengi er undir 500 á hverja 100.000 íbúa og hlutfall jákvæðra sýna 5% eða meira, eða fullnægjandi upplýsingar um svæðið eða landið liggja ekki fyrir. Auglýsing þessi öðlast gildi 7. maí 2021 og gildir til og með 24. maí 2021. Frá sama tíma fellur úr gildi auglýsing nr. 436/2021, um svæði og lönd sem talin eru sérstök hááhættusvæði vegna COVID-19. Stjórnvöld endurmeta listann eftir því sem efni standa til.
AUGLÝSING um svæði og lönd sem talin eru sérstök hááhættusvæði vegna COVID-19 .