Bókleg flugpróf falla niður

9.12.2019

Veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna veðurs næstu daga. Í ljósi þess að stormurinn mun líklega raska samgöngum verulega hefur Samgöngustofa tekið ákvörðun um breytingar á tímasetningum á bóklegum flugprófum sem fara áttu fram á morgun og miðvikudag.

Bókleg atvinnuflugmannspróf (ATPL) sem fara áttu fram þriðjudaginn 10. desember og miðvikudaginn 11. desember falla niður. Próftökum í þeim prófum bjóðast nýir próftímar föstudaginn 13. desember.

Bókleg einkaflugmannspróf (PPL) sem fara áttu fram þriðjudaginn 10. desember falla niður. Próftökum í þeim prófum bjóðast nýir próftímar miðvikudaginn 11. desember (kl. 16:30-19:00).

Upplýsingar um nákvæmar tímasetningar nýrra próftíma verða sendar próftökum með tölvupósti fyrir hádegi á morgun, 10. desember.

In English

Due to an impending storm over Iceland and bad weather forecast in the next few days ICETRA has decided on the following changes to its examination schedule for theoretical knowledge exams:

ATPL examinations originally scheduled for Tuesday and Wednesday (December 10. and 11.) are now cancelled. Examinations will be rescheduled to Friday, December 13. 2019 for students affected.
PPL examinations originally scheduled for Tuesday (December 10.) are now cancelled. Examinations will be rescheduled to Wednesday, December 11. 2019 (16:30-19:00) for students affected.

Further details on new examination schedule will be sent to students via Email by noon tomorrow, December 10.