Breyting á reglugerð er varðar skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna COVID-19 í millilandaflugi

31.8.2021

Ný reglugerð nr. 961/2021 um breytingu á reglugerð nr. 650/2021 um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna COVID-19 í millilandaflugi, tekur gildi 1. september nk.

Samkvæmt breytingunni er flugrekanda ekki lengur skylt að kanna staðfestingu á neikvæðri niðurstöðu prófs gegn COVID-19 (SARS-CoV-2) hjá þeim farþegum sem framvísa viðurkenndu vottorði um bólusetningu/ónæmisaðgerð gegn COVID-19 eða vottorði um að COVID-19 sýking sé afstaðin.

Farþegar sem ekki geta sýnt fram á viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð gegn COVID-19 eða vottorð um að COVID-19 sýking sé afstaðin, skulu geta sýnt fram á neikvæða niðurstöðu COVID- prófs sem skal vera kjarnsýrupróf (PCR-próf) sem er ekki eldra en 72 klst. Vinsamlega athugið að antigen próf, hraðpróf eru ekki fullnægjandi fyrir þá farþega.

Sjá leiðbeiningar Samgöngustofu um skyldu flugrekenda vegna COVID-19 í millilandaflugi: Útgáfa 03, dags 31. ágúst 2021.

Athugið að krafa um forskráningu helst óbreytt og að ofangreint á við um skyldur flugrekenda til að kanna vottorð vegna COVID-19 í millilandaflugi.

Athugið að reglur um vottorð sem ferðamenn þurfa að hafa við landamæraeftirlit er að finna í reglugerð um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands nr. 938/2021 og á vef Covid.is.