Eftirlit um verslunarmannahelgina

31.7.2014

Samgöngustofa mun sinna hefðbundnu eftirliti með loftflutningum um verslunarmannahelgina.  Þessi mál eru yfirleitt til mikillar fyrirmyndar hjá flugrekstaraðilum og flugmönnum. Einstaka dæmi eru þó frá undanförnum árum um að einkaflugmenn hafi flogið með farþega gegn greiðslu. Til að fljúga með farþega gegn greiðslu þarf flugrekstrarleyfi en því fylgja ítarlegri öryggiskröfur en gilda í einkaflugi.

Eftirlitsmenn eru á flugvöllum og fylgjast með að farið sé eftir reglum, t.d. varðandi rétta hleðslu flugvéla, fjölda farþega um borð og búnað flugvéla.

Við eftirlit er áhersla lögð á að flugmenn tryggi að loftför séu starfrækt eðlilega. Markmiðið er að flug gangi snurðulaust fyrir sig og að fyllsta öryggis sé gætt.

Nánari upplýsingar um þá aðila sem hafa flugrekstrarleyfi er hægt að nálgast hér