Engin banaslys á sjó eða í flugi

10.1.2018

Á árinu 2017 urðu hvorki banaslys meðal íslenskra sjómanna né í flugi. Þetta er annað árið frá upphafi talninga hér á landi sem engin manneskja lætur lífið í þessum samgöngugreinum á sama árinu. Síðast gerðist það árið 2008. Þennan góða árangur má þakka mörgum þáttum, m.a. betri tækni, öruggara farartækjum, skýrara regluverki og eftirliti, aukinni menntun og þjálfun og ekki síst vaxandi vitund um öryggi í samgöngum.
2017 .