Fræðslufundur í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi

8.4.2019

Laugardaginn 6. apríl hélt Samgöngustofa fræðslu- og öryggisfund í samstarfi við Flugmálafélag Ísland. Á fundinum, sem var einkar vel heppnaður, var sérstök áhersla lögð á þróun öryggismála í almannaflugi.

Mörg fróðleg erindi komu fram um stöðu og þróun almannaflugs, flugöryggi, nám og réttindi, atvikaskráningu og tölfræði. Sérstakur gestur á fundinum var Thomas Hytten frá Luftfartstyrelsin í Noregi sem sagði frá almannaflugi þar í landi og á Norðurlöndunum. Fundarstjóri var Friðbjörn Orri Ketilsson, varaforseti Flugmálafélags Íslands.   


Hér má nálgast dagskrá fundarins.

Fundinum var streymt á netinu og má finna upptökur hér:

Fyrri hluti 
Seinni hluti

Myndir frá fundinum:


mynd af fundargestumGóð mæting var á laugardaginn

Halla Sigrún framkvæmdastjóri Samhæfingarsviðs í pontu Halla Sigrún Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Samhæfingarsviðs Samgöngustofu, setti fundinn.

Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri flytur ávarp Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu flutti ávarp.

Thomas Hytten frá Noregi flytur erindiThomas Hytten, frá Luftfartstyrelsen í Noregi, flutti erindi um stöðu og þróun almannaflugs í Noregi og á Norðurlöndunum.

Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, flytur erindi sittMatthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, hélt erindi um stöðu og þróun almannaflugs á Íslandi.
Ágúst Guðmundsson heldur erindi sitt Ágúst Guðmundsson frá Flugmálafélagi Íslands hélt erindi um flugöryggi í almannaflugi á Íslandi

Egill Vignir frá Samgöngustofu heldur erindi Egill Vignir Reynisson, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, hélt erindi um atvikaskráningu og tölfræði í almannaflugi.

Guðmundur Helgason frá Samgöngustofu heldur erindi sitt Guðmundur Helgason, deildarstjóri þjálfunar- og skírteinadeildar flugs hjá Samgöngustofu, hélt erindi um þróun náms og réttinda flugmanna.

Einar Magnús frá Samgöngustofu í pontuEinar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, hélt erindi um fræðsluefni í almannaflugi.

Kári Guðbjörnsson flytur erindi sitt um öryggismál í almannaflugi Kári Guðbjörnsson, eftirlitsmaður í flugrekstrardeild Samgöngustofu, hélt erindi um öryggismál í almannaflugi.

Fleiri myndir frá fundinum:

"" "" "" "" """" Halla Sigrún, framkvæmdastjóri samhæfingarsviðs Samgöngustofu, slítur fundinum Halla Sigrún Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri samhæfingarsviðs Samgöngustofu, fór yfir það helsta sem fram kom fyrr um daginn og sleit fundinum.