Fyrirmæli í kjölfar flugslyss

12.3.2019

Í kjölfar flugslyss Ethiopian Airlines hefur Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) gefið út sérstök  lofthæfifyrirmæli (airworthiness directive). Fyrirmælin eiga við um evrópsk flugfélög sem nota Boeing  737-8 MAX og 737-9 MAX tegundir flugvélar í rekstri sínum. 

Fyrirmælin fela það í sér að flugrekendum ber að stöðva rekstur þessara flugvéla uns annað verður tilkynnt. Jafnfram hefur EASA gefið út rekstrarfyrirmæli (safety directive) um stöðvun starfrækslu framangreindra flugvéla innan Evrópu.

Hér má sjá tilkynningu EASA.