Kynning á breytingum á sjónflugsleiðum í nágrenni við Reykjavík

17.11.2016

Samgöngustofa verður með kynningu á breytingum á sjónflugsleiðum í nágrenni við Reykjavík á Icelandair Hotel Natura, Nauthólsvegi 52 kl. 20 í kvöld. Kári Guðbjörnsson mun fara yfir breytingar sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði.

Breytingarnar varða m.a. svæðamörk Austursvæðis og fjarskiptatíðni sem nota skal í Austursvæði og á svæðinu austan Reykjavíkurflugvallar.  Breytingarnar voru unnar í nánu samráði við notendur loftrýmis sem og Isavia.

Hér má sjá kynninguna.