Leiðbeiningar EASA varðandi flugstarfsemi

27.5.2020

Þann 20. maí birti Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) leiðbeiningar, sem gerðar voru í samvinnu við Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) um viðbrögð við COVID-19 þegar flugstarfsemi og ferðalög fólks fara aftur af stað nú í sumar. 

Leiðbeiningarnar eru settar fram til að styðja samræmdar aðgerðir Evrópuríkja um að tryggja heilsufarslegt öryggi farþega og starfsfólks í flugi, nú þegar afléttingar takmarkana eru í undirbúningi. Leiðbeiningarnar eru ekki bindandi en þó hafa nokkur ríki ákveðið að setja þær inn í ramma reglugerðar til að gera þær bindandi fyrir aðila sem koma að flugstarfsemi, í þágu þess að aðgerðir ríkja verði sem mest samræmdar á þessum viðkvæmu tímum.

Samgöngustofa tekur þátt í samstarfi Evrópuríkja og fylgist með þróun á alþjóðavettvangi. Sífellt fleiri ríki aðhallast kosti þess að samræma aðgerðir sem mest til að greiða fyrir flugstarfsemi og ferðalögum fólks og flutningi farms, án þess að heilsuöryggi sé stefnt í tvísýnu eða þeim góða árangri sem víða hefur náðst í baráttunni við COVID-19.

Leiðbeiningar Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) (ec.europa.eu/transport/sites/transport/files/2004_261_national_enforcement_bodies.pdf)