Námskeið fyrir prófdómara flugskírteina
Samgöngustofa mun halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina í desember. Námskeiðið verður haldið með fjarfundabúnaði og skiptist á tvo morgna, mánudaginn 7. desember og þriðjudaginn 8. desember frá kl. 9-12. Skyldumæting er báða dagana.
Skilyrði fyrir endurnýjun/framlengingu og frumútgáfu prófdómararéttinda er að umsækjandi hafi setið slíkt námskeið á sl. 12 mánuðum.
Vinsamlegast sendið skráningu með tölvupósti á netfangið fcl@icetra.is eigi síðar en 30. nóvember nk. Námskeiðsgjaldið er 35.752 kr.