Námskeið fyrir prófdómara flugskírteina

30.10.2018

Samgöngustofa mun halda námskeið fyrir prófdómara flugskírteina fimmtudaginn 13. desember nk. kl. 10 til 16. 

Fyrirhugað hafði verið að halda námskeiðið í húsnæði Samgöngustofu en vegna mikils fjölda þátttakenda hefur verið ákveðið að það verði haldið í Víkingasalnum á Hótel Natura við Reykjavíkurflugvöll.

Skilyrði fyrir endurnýjun/framlengingu og frumútgáfu prófdómararéttinda er að umsækjandi hafi setið slíkt námskeið á sl. 12 mánuðum.
Vinsamlegast sendið skráningu með tölvupósti á netfangið fcl@icetra.is eigi síðar en 30. nóvember nk. Námskeiðsgjald er 34.880 kr. og eru innifaldar veitingar meðan á námskeiði stendur.