Flugráð: Afstaða Skipulagsráðs til uppsetningar aðflugsljósabúnaðar á Reykjavíkurflugvelli

13.11.2012

Bókun flugráðs og bréf ráðsins til innanríkisráðherra vegna afstöðu Skipulagsráðs til umsóknar Isavia um uppsetningu á aðflugsljósabúnaði við A-V flugbraut á Reykjavíkurflugvöll.

Á 1574. fundi flugráðs föstudaginn 9. nóvember s.l. var lagt fram minnisblað frá forstjóra Isavia um afstöðu Skipulagsráðs til umsóknar Isavia um uppsetningu á aðflugsljósabúnaði við A-V flugbraut á Reykjavíkurflugvelli.
Fram kemur í minnisblaðinu, sem fylgir hér með, að Isavia telur að meta þurfi framtíð flugvallarins í ljósi þess að Skipulagsyfirvöld hindri félagið í að uppfylla reglugerðir og staðla sem flugvelli er gert að fara eftir.
Flugráð tekur undir það sjónarmið og vill ennfremur árétta að það skjóti skökku við að á tímum þegar sífellt er unnið að því að auka öryggi í flugi að Skipulagsráð skuli með ákvörðunum sínum standa í vegi fyrir því.

 

Bréf flugráðs til innanríkisráðherra