Flugmálastjórn Íslands óskar eftir að ráða eftirlitsmann í hlutastarf

9.12.2011

Flugmálastjórn óskar eftir að ráða eftirlitsmann til að gera hlaðskoðanir á loftförum, einkum loftförum skráðum erlendis sem hafa viðkomu á Íslandi (SAFA Safety Assessment of Foreign Aircraft). Starfið felst í staðlaðri skoðun á loftförum og gögnum þess auk skýrslugerðar og  úrvinnslu gagna ásamt tilfallandi verkefnum.  Um er að ræða hlutastarf um 30-40 klst. á mánuði að jafnaði. Heimilt er að sinna starfinu meðfram öðrum störfum skv. samkomulagi.

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Atvinnuflugmannsskírteini 1.fl. (ATPL) og að lágmarki 5 ára starfsreynslu í flutningaflugi
 • Að lágmarki 500 tíma reynsla sem flugmaður eða flugstjóri á fjölstjórnarflugvélar
 • Góð tölvuþekking og skipulagshæfileikar
 • Áhugi og þekking á alþjóðlegum kröfum um starfrækslu loftfara
 • Mjög góð tök á íslensku og ensku
 • Kostur er að umsækjendur hafi lokið viðurkenndu úttektarnámskeiði
 • Starfsmaður sem ráðinn verður þarf að að sækja tilheyrandi námskeið sem og starfsþjálfun erlendis í samtals um 10 daga á tímabilinu janúar - mars 2012 og þarf að geta hafið störf sem fyrst.
  Við leitum að starfsmanni með góða samskiptahæfileika, örugga og þægilega framkomu. Hann þarf að sýna af sér sjálfstæði, háttvísi og fagmennsku í starfi, vera skipulagður og agaður í verkum sínum og geta unnið undir álagi. Launakjör taka mið af kjarasamningum ríkisins.
  Í boði er áhugavert starf hjá Flugmálastjórn þar sem reynsla og áhugi á flugi fá notið sín. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Frekari upplýsingar um starfið gefur  Halla S. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs (hallas@caa.is)

  Vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá til Flugmálastjórnar Íslands, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík fyrir 28. desember n.k. merkt:
  „Flugmálastjórn – umsókn um starf eftirlitsmanns SAFA“

  Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun með u.þ.b. 40 starfsmenn. Hlutverk Flugmálastjórnar er að fara með stjórnsýslu á sviði flugmála innanlands og á alþjóðavettvangi, hafa eftirlit með hvers konar flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja öryggi í flugi innanlands og utan. Flugmálastjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa.