Flugmálastjórn Íslands óskar eftir að ráða eftirlitsmann á sviði flugverndar

11.11.2011

Starfið felst einkum í undirbúningi eftirlits, vettvangsheimsóknum, úttektum, prófunum og skoðunum
á framkvæmd flugverndar.

Menntunar- og hæfnikröfur
Gerð er krafa um a.m.k. þriggja ára háskólanám eða sambærilega menntun, svo og mjög góða íslensku- og enskukunnáttu. Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af gæðakerfum og eftirlitsstörfum.

Við leitum að starfsmanni sem á auðvelt með að setja sig inn í reglur og nýjar aðstæður og sem er tilbúinn að vinna í öguðu umhverfi. Hann þarf að vera sjálfstæður, skipulagður, sýna frumkvæði í starfi og búa yfir góðum samskiptahæfileikum. Áhugi á flugmálum er kostur sem og þekking á flugvernd.
Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf hjá Flugmálastjórn Íslands þar sem hæfileikar og frumkvæði fá notið sín. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt samningum fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði. Flugmálastjórn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Nánari upplýsingar veitir Ágústa R. Jónsdóttir deildarstjóri flugvalla- og flugvernardeildar sími 569 4181/
agusta@caa.is og Halla S. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs sími 569 4305/hallas@caa.is.
Vinsamlegast sendið umsóknir til Flugmálastjórnar Íslands, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík fyrir 29. nóvember n.k. merktar: „Flugmálastjórn – umsókn um starf eftirlitsmanns með flugvernd“

Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun með rúmlega 40 starfsmenn. Hlutverk Flugmálastjórnar er að fara með stjórnsýslu á sviði flugmála og hafa eftirlit með hvers konar flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja öryggi í flugi innanlands og utan. Flugmálastjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa.