Flugmálastjórn Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í þjálfunar- og skírteinadeild

13.1.2011

Flugmálastjórn óskar eftir að ráða sérfræðing (staðgengil deildarstjóra ) í þjálfunar- og skírteinadeild. Í starfinu felst m.a. að leiðbeina, tryggja og hafa eftirlit með að umsækjendur um skírteini og þjálfunar- og kennsluleyfi uppfylli gildandi reglugerðarkröfur. Viðkomandi ber ábyrgð á gerð og hefur umsjón með framkvæmd prófa sem stofnunin sér um.

    Menntunar- og hæfnikröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. í lögfræði eða veruleg reynsla af þjálfun einstaklinga í flugi er skilyrði.
  • Áhugi á flugmálum er nauðsynlegur og æskilegt er að viðkomandi hafi einnig flugtengda menntun
  • Hæfileiki til að túlka, útskýra og setja fram með skýrum hætti reglugerðarkröfur
  • Áhugi á og hæfileiki til að tileinka sér kröfur um gæða- og öryggisstjórnunarkerfi
  • Góð tölvuþekking og skipulagshæfileikar
  • Mjög góð tök á íslensku og ensku

Við leitum að starfsmanni með góða samskiptahæfileika, örugga og þægilega framkomu. Hann þarf að sýna af sér frumkvæði, sjálfstæði og fagmennsku í starfi, vera skipulagður og agaður í verkum sínum og geta unnið undir álagi. Launakjör taka mið af viðeigandi kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf hjá Flugmálastjórn þar sem hæfileikar og frumkvæði fá notið sín. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði. Flugmálastjórn áskilur sér rétt til þess að hafna öllum umsóknum.

Upplýsingar um starfið veita Elísabet Sverrisdóttir, elisabet@hagvangur.is og Rannveig Jóna Haraldsdóttir, rannveig@hagvangur.is

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 31. janúar n.k


Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun með u.þ.b. 40 starfsmenn. Hlutverk Flugmálastjórnar er að fara með stjórnsýslu á sviði flugmála innanlands og á alþjóðavettvangi, hafa eftirlit með hvers konar flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja öryggi í flugi innanlands og utan. Flugmálastjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa.