Réttindi flugfarþega þegar veður hamlar flugi

21.12.2010

Vegna óveðurs/snjókomu í Evrópu hefur undanfarna daga verið mikið um seinkanir og aflýsingar á flugi. Réttindi flugfarþega í aðstæðum sem þessum er bundinn í reglugerð (EB) nr. 261/2004 sem innleidd var í íslenskan rétt með reglugerð nr. 574/2005.

Stuttur útdráttur úr þeirri reglugerð fylgir hér á eftir.

  Þegar flugi er aflýst fyrirvaralaust ber flugrekanda að bjóða farþega val á milli þess að:
 • Fá annað flug til ákvörðunarstaðar eins fljótt og auðið er
 • Breyta flugleið, með sambærilegum flutningsskilyrðum, og komast til til lokaákvörðunarstaðar síðar meir þegar farþega hentar, eða
 • Fá farmiða sinn endurgreiddan fyrir þann hluta ferðarinnar sem ekki var farinn og fyrir einn eða fleiri hluta ferðarinnar sem farnir hafa verið ef flugið þjónar engum tilgangi lengur með hliðsjón af upprunalegri ferðaáætlun

  Velji farþegi fysta val (fá annað flug til ákvörðunarstaðar eins fljótt og auðið er) á hann rétt á eftirfarandi á kostnað flugrekanda á meðan beðið er eftir flugi:
 • Að hringja tvö símtöl, senda símbréf eða tölvupóst
 • Máltíðir og hressingu í sanngjörnu samræmi við biðtímann
 • Gistingu, sé flugið ekki samdægurs
 • Ferðum til og frá flugvelli að gististað

  Sé flugi seinkað innan ákveðins tímaramma (það er a.m.k. 2 tíma fyrir stutta flugleið og 3 tíma fyrir meðal flugleið) á farþegi rétt á:
 • Að vera upplýstur um lögbundinn réttindi sín af flugrekanda
 • Máltíðum og hressingu án endurgjalds í sanngjörnu samræmi við lengd biðtíma
 • Að hringja tvö símtöl, senda símbréf eða tölvupóst
 • Gistingu án endurgjalds sé flugið ekki samdægurs
 • Ferðum án endurgjalds til og frá flugvelli að gististað

Ofangreind réttindi og skyldur eiga við jafnvel þó flugi sé seinkað eða aflýst vegna veðurskilyrða.

Þegar truflun á flugsamgöngum er mikil og víðtæk er mögulegt að flugrekendur eigi í erfiðleikum með að ná til allra farþega sinna til að aðstoða þá eða sjá þeim fyrir ofangreindum réttindum. Af því leiðir að sumir farþegar þurfi að gera ráðstafanir á eigin vegum vegna máltíða og gistingar. Þessum farþegum er ráðlagt að geyma allar kvittanir og fara fram á endurgreiðslu þegar loka ákvörðunarstað er náð. Farþegar eru minntir á að ef þeir ákveða að breyta ferðaplönum sínum og ferðast með öðru flugfélagi ber upprunalega flugfélaginu eingöngu skylda til að endurgreiða ónotaða farseðilinn sem keyptur var af þeim.
Vert er að benda á að önnur réttindi flugfarþega samkvæmt  reglugerð (EB) nr. 261/2004 þ.e.a.s réttur til skaðabóta á ekki við þegar flugi er aflýst eða seinkað vegna veðurs.