Úttekt Alþjóða flugmálastofnunarinnar á Íslandi 18. - 28. október 2010

29.9.2010

Kennimerki ICAOAlþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur boðað komu sína til Íslands dagana 19. – 28. október 2010. Tilgangur heimsóknarinnar er að gera heildar flugöryggisúttekt á Íslandi. Úttektin byggir á samþykkt frá aðalþingi ICAO 1997 en þá var ákveðið að gerð skyldi úttekt á samræmdan hátt á öllum aðildarríkjum stofnunarinnar eða svokölluð "Universal Safety Oversight Audit Programme – USOAP". Þegar hefur verið gerð úttekt á um 160 löndum og er Ísland því meðal síðustu landanna sem gerð verður úttekt á.

Úttekt þessi er, sem gefur að skilja, mjög umfangsmikil og hefur Flugmálastjórn Íslands sem og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti unnið hörðum höndum að undirbúningi hennar undanfarna mánuði. Í úttektinni er farið ítarlega í innleiðingu og framfylgni á 16 af 18 Viðaukum við Chicago sáttmálann. Undanskildir eru Viðauki 9 (Facilitation/Að greiða fyrir flugsamgöngum) og Viðauki 17 (Flugvernd).

 

    Úttektin gengur út á að kanna hvernig ríkjum hefur tekist að innleiða og framfylgja svokölluðum “Eight Critical Elements”.  Þessi átta aðalatriði eru:
  • Legislation
  • Operating Regulations
  • Organizations, SO Functions
  • Technical Experts Training
  • Guidance, Procedures & Info
  • Licencing & Certification Obligations
  • Surveillance & Inspection Obligations
  • Resolution of Safety Concerns

 

Niðurstaða úttektarinnar skiptir mjög miklu máli fyrir flug á Ísland. Önnur jafn ítarleg úttekt verður ekki gerð og mun niðurstaðan fylgja okkur en niðurstöður eru opinberar og öllum opnar.

Að beiðni USOAP úttektarteymisins hefur Flugmálastjórn Íslands sent lista yfir öll fyrirtæki sem hafa vottun eða heimildir frá stofnuninni. Ekki hefur verið tilkynnt hvaða fyrirtæki úttektarteymið mun heimsækja en gera má ráð fyrir að allt að fimm fyrirtæki verði heimsótt.