Flugmálastjórn Íslands óskar eftir að ráða eftirlitsmann í flugvalla- og flugverndardeild

16.4.2010

Starfið felst einkum í úttektum og eftirliti með flugvöllum.

Menntunar- og hæfnikröfur
Krafist er menntunar samsvarandi stúdentsprófi og flugþekkingar eða minnst fimm ára reynslu af störfum á flugvelli eða flugtengdri starfsemi. Þekking á gæðakerfum eða reynsla á því sviði er nauðsynleg.  Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á öryggisstjórnunarkerfum (SMS) og úttektum.  Viðkomandi þarf að hafa góð tök á íslensku og ensku. 
Við leitum að starfsmanni sem hefur góða samskiptahæfileika, örugga og þægilega framkomu og mikinn áhuga á flugstarfsemi. Hann þarf að geta sýnt af sér frumkvæði í starfi, vera skipulagður í verkum sínum og unnið undir miklu álagi. Launakjör taka mið af viðeigandi kjarasamningum opinberra starfsmanna.

Í boði er áhugavert starf hjá Flugmálastjórn þar sem hæfileikar og frumkvæði fá notið sín. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði. Flugmálastjórn áskilur sér rétt til þess að hafna öllum umsóknum.
Frekari upplýsingar um starfið gefa Ágústa R. Jónsdóttir deildarstjóri í flugvalla- og flugverndardeild (sími 569 4181 / agusta@caa.is) og Reynir Sigurðsson framkvæmdastjóri flugleiðsögu- og flugvallasviðs (sími 569 4345 /reynir@caa.is)

Vinsamlegast sendið umsóknir til Flugmálastjórnar Íslands, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík fyrir 3. maí n.k. merktar:
„Flugmálastjórn – umsókn um starf eftirlitsmanns“

Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun með u.þ.b. 40 starfsmenn. Hlutverk Flugmálastjórnar er að fara með stjórnsýslu á sviði flugmála innanlands og á alþjóðavettvangi, hafa eftirlit með hvers konar flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja öryggi í flugi innanlands og utan. Flugmálastjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa.