Flugmálastjóri opnaði flugsýningu

1.6.2008

Flugmálastjóri að opna flugsýningu á FlugdeginumFlugmálafélag Íslands stóð fyrir flugdeginum 24. maí s.l. sem þótti takast vel í alla staði.  Talið er að um 5000 manns hafi mætt á svæðið til að fylgjast með og berja flugvélar og loftför af hinum ýmsu gerðum og stærðum augum.  Flugmálastjóri, Pétur K. Maack opnaði flugsýninguna á Reykjavíkurflugvelli en dagskráin hafði í raun staðið alla vikuna með uppákomum og opnum húsum upp á hvern einasta dag.