Fjölmennur flugöryggisfundur

1.6.2008

Flugmálafélag Íslands stóð fyrir fjölmennum flugöryggisfundi um miðjan maí en flugvélaeigendur og einkaflugmenn voru sérstaklega hvattir til að mæta.
Matthías Sveinbjörnsson var fundarstjóri en fulltrúar Rannsóknarnefndar flugslysa fóru yfir alvarleg flugatvik sem gerðust á árinu 2007.  Þá talaði Sigurjón Sigurjónsson deildarstjóri lofthæfi- og skrásetningardeildar Flugmálastjórnar Íslands um breytingar á reglugerðum um viðhald einkaflugvéla og Hlín Hólm flugumferðarstjóri og sérfræðingur Flugmálastjórnar tók mannlega þáttinn í einkaflugi fyrir.

Hér má sjá glærukynningarnar þeirra:
Viðhald einkaflugvéla- Breytingar- Sigurjón Sigurjónsson
Mannlegi þátturinn og einkaflugið- Hlín Hólm