Flugmálastjóri telur að án flugs vildu væntanlega fáir búa á Íslandi í dag.

21.4.2008

Á málstofu Samgönguráðs um samgöngur og byggðaþróun sem haldin var á Hótel Sögu fimmtudaginn 17. apríl sagði flugmálastjóri að Íslendingar væru um 10 sinnum umfangsmeiri í flutningaflugi en Bandaríkjamenn miðað við höfðatölu.
Umfang flugs á Íslandi er staðreynd sem ekki allir gera sér grein fyrir.  Ef teknir eru saman flugtíma íslenskra flugrekenda á árinu 2006 sem voru 195.000 má áætla að heildarverðmæti þess flugs væri yfir 120 milljarða virði.  Á sama tíma sýna útreikningar Hagstofu Íslands að heildar framleiðslutekjur í flugsamgöngum voru um 85 milljarðar af 2.179 milljarða heildar framleiðsluvirði ársins 2006.
“Flug er gríðarlega mikilvæg starfssemi á Íslandi og í raun grundvöllur búsetu í landinu” sagði Pétur K. Maack flugmálastjóri.  “Fjöldi farþega í innanlandsflugi árið 2007 er sá mesti frá upphafi en um 240 þúsund manns hafa flogið fram og til baka sem er heldur meiri fjöldi en metárið 1999 þegar samkeppnin í innanlandsfluginu var hvað mest”.
Um 470 þúsund Íslendingar fóru úr landi með flugi árið 2007.  Íslendingar eru flugþjóð að mati flugmálastjóra “Íslendingar ferðast með flugi nú til dags og vilja ferðast með flugi”

Sjá glærur af fyrirlestrinum sem flugmálastjóri flutti.