Óbreyttar reglur á landamærum til 1. júlí
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að halda óbreyttu fyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða á landamærum til 1. júlí næstkomandi. Frá þeim tíma verður slakað á aðgerðum, þar sem hætt verður að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Einnig verður hætt að skima börn fyrir Covid-19 við komuna til landsins.
Sjá frétt á vef Stjórnarráðs Íslands.