Rafræn ráðstefna Alþjóðaflugmálastofnunarinnar

8.9.2021

Í dag hófst rafræn ráðstefna Alþjóðaflugmálastofnunarinnar ICAO um flugvernd, nú haldin í 5. sinn. Þema að þessu sinni er Business NOT as usual. Vegna þess að þátttakendur koma bæði frá aðildarríkjum ICAO og úr flugiðnaðinum má telja víst að ráðstefnan verði dýnamísk og gagnleg.

Flugvernd miðar að því að verja almenningsflug fyrir skemmdarverkum og hryðjuverkum og hefur þróun í málaflokknum verið ör, bæði hvað varðar tækni og reglugerðir. Ráðstefnan stendur til 10. september og er hægt að fylgjast með henni hér.