Rafræn skírteini flugmanna
EASA (Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins) hefur sett af stað verkefni sem ætlað er að innleiða rafræn skírteini fyrir flugmenn. Verkefnið ber heitið dLAP (Digital licences for aviation pilots). Hugmyndin er að notkun slíkra skírteina verði örygg og auðveld og geri flugmönnum kleift að hafa skírteinin (bæði flugskírteini og heilbrigðisvottorð) í raftækjunum sínum, t.d. síma. Með kerfinu geta prófdómara, fluglæknar, flugmálastjórnir og SAFA/SACA eftirlitsmenn með auðveldum hætti uppfært, fullgilt og staðfest réttindi flugmanna í rauntíma. Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun um flugöryggi í Evrópu (EPAS) .
Til lengri tíma ætti verkefnið að spara aðildarríkjum kostnað við útgáfu og eftirlit með flugskírteinishöfum.
Áætlað er að notkun rafrænna skírteina fyrir flugmenn verði komin í gagnið árið 2024. Í framhaldinu er svo hugsunin að nýta sömu tækni fyrir önnur skírteini, til dæmis skírteini flugumferðarstjóra og flugvéltækna.
Rafræn flugtaska – Electronic Flight Bag (EFB)
Reglur Evrópusambandsins um flugrekstur kveða á um þau gögn sem skylda er að hafa um borð í loftförum. Þar er ennþá að einhverju marki greint á milli gagna á pappírsformi og rafrænna gagna en EASA vinnur að gerð leiðbeiningarefnis um frekari útfærslu á formi rafrænna gagna. Þeir sem starfrækja loftför geta fengið heimild til þess að nota rafrænar flugtöskur (e. Electronic Flight Bag) þannig að handbækur, flugáætlanir og aðrar upplýsingar eru á rafrænu formi.