The Dirty Dozen

veggspjöld um mannlega þætti sem leitt geta til slysa eða atvika í flugtengdri starfsemi.

1.3.2018

Á næstu mánuðum mun Samgöngustofa, í samvinnu við öryggisnefndir FÍA, FÍF og FFÍ, gefa út tólf veggspjöld sem byggð eru á hugmynd Gordon DuPont sem kallast „The Dirty Dozen“. DuPont starfaði við þjálfun og fræðslu hjá Transport Canada og bjó til lista yfir algengustu mannlegu þættina sem leitt geta til slysa eða atvika í flugtengdri starfsemi. Síðan þá hefur listinn verið notaður um allan heim og vísar einnig til veggspjaldaherferðar „The Maintenance And Ramp Safety Society“ (MARSS) sem veggspjöld Samgöngustofu byggja á. Markmiðið er að gera fólk meðvitaðra, minna á og benda á leiðir til að koma í veg fyrir slys eða atvik af völdum mannlegra mistaka.

Veggspjöldin verða aðgengileg á svæði The Dirty Dozen á vef Samgöngustofu þar sem fyrsta veggspjaldið - Lack of communication – er komið inn.

Lack of communication - fyrsta atriði Dirty dozen