Tilkynning um kröfu þess efnis að allir þeir sem koma til landsins sæti 14 daga sóttkví vegna COVID-19

22.4.2020

Aðgerðir íslenskra stjórnvalda til þess að fyrirbyggja að Kórónaveiran sem veldur COVID-19 berist með ferðamönnum til landsins. Ströng skilyrði verða fyrir ferðalögum til landsins frá 24. apríl til og með 15. maí 2020.

• Öllum þeim, sem koma til Íslands frá löndum sem skilgreind eru af sóttvarnarlækni sem há-áhættusvæði, er skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komu til landsins. Sóttvarnarlæknir skal reglulega endurmeta hvaða lönd og svæði teljist há-áhættusvæði, s.s. með hliðsjón af skilgreiningu alþjóðastofnana.

• Ferðamenn skulu dvelja í húsnæði sem uppfyllir skilyrði um húsnæði sem hentar fyrir sóttkví og bera þeir sjálfir gisti- og uppihaldskostnað meðan á sóttkví stendur enda hafi þeir komið sjálfviljugir hingað til lands þrátt fyrir kröfu stjórnvalda um sóttkví.

• Flugfarþegar skulu fylla út Passenger Locator form (PLF for aircrafts) fyrir komu til landsins.

• Farþegar um borð í farþegaskipum og ferjum skulu fylla út Passenger/crew locator form (PLF for ships).

• Flytjendur farþega eru gerðir ábyrgir fyrir því að allir farþegar fylli út viðeigandi form fyrir komu til landsins. 

• Löggæsluyfirvöld á landamærastöðvum taka við forminu og yfirfara það ásamt því að upplýsa farþega um kröfur um sóttkví. 

• Löggæsluyfirvöld á landamærastöðvum skrá upplýsingar á forminu í gagnagrunn smitrakningarteymis almannavarna.

• Landamæraeftirlit á innri landamærum verður tekið upp samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðuneytis.

• Tryggja verður að kröfur um sóttkví við komu farþega til landsins verði komið tryggilega á framfæri til þeirra sem þegar hafa bókað ferð til landsins og þeirra sem bóka flug, þ.á.m. á bókunarsíðum, eftir að ákvörðun um 14 daga sóttkví tekur gildi.