Úttekt á eftirliti

21.7.2014

Flugöryggisstofnun Evrópu ( EASA) gerir þessa dagana úttekt á eftirliti Samgöngustofu á skoðunum loftfara skráðum erlendis sem eiga leið um Ísland – svonefnt SAFA. Í úttektinni verður farið yfir innleiðingu tilskipana og reglugerða ESB, verklagsreglur o.fl. Úttektarteymi EASA mun einnig fylgjast með eftirlitsmönnum Samgöngustofu við framkvæmd úttekta á Keflavíkurflugvelli.

Úttekt sem þessi  er hluti þess alþjóðlega samstarfs sem Samgöngustofa tekur þátt í fyrir Íslands hönd. Markmið þess er að samræma kröfur um eftirlit með loftförum aðildarríkja Flugöryggisstofnunar Evrópu en Ísland hefur með þátttöku sinni skuldbundið sig til að gera skoðanir á erlendum loftförum sem hingað koma. Íslenskir flugrekendur sæta samskonar skoðunum evrópskra flugmálayfirvalda á ferðum sínum.

Hér má lesa nánar um SAFA.