Vegna gjaldþrots Air Berlin

20.9.2017

Þýska flugmálastjórnin hefur tilkynnt Samgöngustofu að Air Berlin muni sinna skyldum sínum gagnvart þeim farþegum sem eiga bókað flug hjá félaginu.

Air Berlin hefur einnig sent  Samgöngustofu eftirfarandi tilkynningu vegna útistandandi mála: „Air Berlin PLC & Co. Luftverkehrs KG (Air Berlin) sótti um gjaldþrotaskipti þann 15. ágúst 2017. Samkvæmt skjölum okkar hefur þú lagt fram bótakröfu sem við höfum ekki enn getað klárað. Vegna beiðnarinnar um gjaldþrotaskipti erum við ekki lengur fær um að greiða út bætur til farþega.Eftir að gjaldþrotaskipti hefjast  er hægt að gera í þrotabúið samkvæmt lögbundinni málsmeðferð. 
Til þess þarf að fylla sérstakt eyðublað sem verður sent á kröfuhafa. Þetta eyðublað mun jafnframt innihalda frekari upplýsingar um framkvæmdina.
Vinsamlegast sýnið biðlund. Við munum ekki gefa frekari yfirlýsingar í framhaldi af þessu.“

Samgöngustofa ítrekar samt að þrátt fyrir þessi skilaboð Air Berlin  þá verða þeir farþegar sem eiga útistandandi kröfu hjá Air Berlin að fylgjast með gangi mála hjá félaginu og vera tilbúin að leggja fram kröfu í þrotabúið ef þeir svo vilja.