Verkfall flugvirkja hjá Samgöngustofu

11.1.2016

Verkfall flugvirkja hjá Samgöngustofu hófst í morgun. Það hefur ekki áhrif á starfsemi íslenskra flugrekenda innanlands eða utan, fyrst um sinn. Dragist verkfallið á langinn getur það skert afmarkaða þjónustu stofnunarinnar við þá, en að öðru leyti er öll starfsemi og afgreiðsla Samgöngustofu með venjubundnum hætti.

Flugvirkjar Samgöngustofu hafa átt í kjaraviðræðum við samninganefnd ríkisins undanfarið. Þær viðræður hafa enn ekki skilað tilætluðum árangri og því hófst áður boðað verkfall í morgun.

Samgöngustofa ber ábyrgð á eftirliti með flugtengdri starfsemi á Íslandi og mun áfram tryggja að fyllsta öryggis sé gætt í flugi.