Viðbótarkröfur um skimun handfarangurs í millilandaflugi

2.3.2015

Þann 1. mars 2015 tóku gildi viðbótarkröfur um skimun handfarangurs í millilandaflugi á Íslandi sem og í öðrum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu.

Umræddar kröfur fela í sér að aukinn fjöldi handfarangurs verður tekinn í handleit með slembiúrtaki til viðbótar við hefðbundna skimun með gegnumlýsingu,  eða að handfarangur verður skimaður með svo kölluðu ETD - tæki (Explosive Trace Detection). ETD- tækið nemur það ef leifar sprengiefna eru á handfarangrinum. 

Aukin slembiúrtaksleit með handleit eða ETD getur tekið örlítið lengri tíma án þess að  teljandi töf verði á skimuninni frá því sem nú er. Farangurinn mun ekki bíða tjón af þessu.

Ekki er um að ræða breytingu á gildandi reglum um hvaða hluti er heimilt að hafa með sér í flug.