Afgreiðslutími um hátíðirnar - 19.12.2017

Þar sem aðfangadag og nýársdag ber upp á sunnudögum þetta árið verður afgreiðslan aðeins lokuð á jóladag, annan í jólum og nýársdag. Aðra daga verður afgreiðslutími með venjubundnum hætti.

Lesa meira

Skylda til öryggisfræðslu - 21.11.2017

Undanfarin ár hafa sjómenn getað fengið frest, allt að tvisvar sinnum, frá því að sækja námskeið í öryggisfræðslu. Frá og með 1. janúar 2018 verður slíkur frestur aðeins veittur einu sinni og mun hann gilda í allt að 3 mánuði.

Lesa meira

Hægt að gera athugasemdir við Evróputilskipun - 10.11.2017

Nú er mögulegt að koma á framfæri við Evrópusambandið athugasemdum við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um formsatriði við skýrslugjöf við komur og brottfarir skipa. 

Lesa meira

Ivan Lopatin sett í farbann - 12.10.2017

Við hafnarríkiseftirlit í Grundartangahöfn 10. október sl. var stórflutningaskipið  Ivan Lapotin sett í farbann. Meðal athugasemda var ófullnægjandi ástand búnaðar til varnar olíumengunar frá skipum.

Lesa meira

Álit vegna kvörtunar farþega með ferju - 9.10.2017

Samgöngustofa ber ábyrgð á eftirliti með réttindum farþega í samgöngum. Meginþunginn hefur lengi verið vegna farþega í flugi en reglugerðir um réttindi farþega í siglingum og umferð eru mjög nýlegar hér á landi. 

Lesa meira

Fullskipuð framkvæmdastjórn - 20.9.2017

Framkvæmdastjórn Samgöngustofu hefur tekið nokkrum breytingum frá upphafsári stofnunarinnar. Nú er hún fullskipuð miðað við skipurit sem samþykkt var af innanríkisráðuneyti á síðasta ári.

Lesa meira

Starfsdagur Samgöngustofu föstudaginn 8. september - 6.9.2017

Vegna starfsdags Samgöngustofu, föstudaginn 8. september, verður þann dag aðeins opið til kl. 14:00. Bent er á að Mitt svæði er opið allan sólarhringinn, en þar má sinna umsýslu ökutækja.

Lesa meira

M/V Viking Saga sett í farbann - 6.7.2017

Við hafnarríkiseftirlit á Bíldudal 30. júní sl. var flutningaskipið M/V Viking Saga sett í farbann. Gerðar voru athugasemdir við skipið vegna skorts á fjölmörgum vottorðum og skírteinum. 

Lesa meira

Yfirlýsing ráðherra um hafnarríkiseftirlit - 11.5.2017

Í byrjun maí var undirrituð af stjórnvöldum fjölmargra siglingaþjóða ný alþjóðleg yfirlýsing sem stuðla á að vernd úthafanna og auknu siglingaöryggi.

Lesa meira

Einstakt hugrekki til sjós - 21.3.2017

Alþjóðasiglingamálastofnunin leitar eftir tilnefningum til verðlauna fyrir einstakt hugrekki til sjós.

Lesa meira

Viðskiptaáætlun um bíódísil - 8.3.2017

Út er komin viðskiptaáætlun sem byggir á hugmyndum Samgöngustofu um verksmiðju sem framleitt geti eldsneyti fyrir fiskiskipaflotann á Íslandi.

Lesa meira

Staða skipaskrár í ársbyrjun - 27.2.2017

Nú hefur skipaskrá við upphaf árs 2017 verið gerð aðgengileg hér á vefnum. Skráin hefur að geyma ýmsar upplýsingar um öll skráningarskyld skip á Íslandi, en fjöldi þeirra var þann 1. janúar sl. 2.289 talsins. 

Lesa meira

Innheimta vegna lögskráningar - 30.1.2017

Lögskráning sjómanna er innheimt árlega skv. skipaskrá janúarmánaðar. Reikningar hafa fram til þessa verið sendir út á seinni hluta ársins. Nú er ætlunin að breyta þessu á þann veg að reikningarnir verða sendir út á fyrri hluta ársins. Þetta er gert til að þeir verði byggðir á nýrri upplýsingum en hingað til hefur verið raunin.

Lesa meira

Yfirlit yfir algengustu gjöld - 25.1.2017

Yfirlit yfir algengustu gjaldaþætti Samgöngustofu hafa verið settar á vefinn. Er þessari framsetningu ætlað að gera upplýsingar úr gjaldskrá aðgengilegri fyrir viðskiptavini Samgöngustofu.

Lesa meira

Úttekt á siglingaöryggi Íslands í umsjón Samgöngustofu - 19.1.2017

Í gær var haldinn hjá Samgöngustofu fyrsti fundurinn til undirbúnings á umfangsmikilli úttekt sem Alþjóðasiglingamálastofnunin IMO hefur fyrirhugað hér á landi.

Lesa meira