Bann við komum rússneskra skipa

11.5.2022

Hafnarstjórum hefur verið sent upplýsingabréf um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir ESB gagnvart Rússlandi varðandi Úkraínu sem innleiddar eru hérlendis. Breytingin felur m.a. í sér bann við komum skipa skráðum í Rússlandi til íslenskra hafna. Bannið tók gildi á Íslandi sl. föstudag.

Skip sem skráð eru í Rússlandi og óheimilt er að koma til hafnar á Íslandi eru:

  • Farþega- og flutningaskip yfir 500 brúttótonnum
  • Skemmtiskip, skemmtibátar og lystisnekkjur
  • Fiskiskip sem falla undir Marpol-samninginn

Undanþágur eru veittar skv. alþjóðasamningum vegna neyðartilvika. Einnig t.d. vegna mannúðarsjónarmiða en þá þarf að sækja um heimild sem er á forræði utanríkisráðuneytisins að veita.

Nánari upplýsingar um viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna innrásar Rússlands í Úkraínu má finna á vef utanríkisráðuneytisins.