Einstakt hugrekki til sjós
Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) leitar eftir tilnefningum til verðlauna fyrir einstakt hugrekki til sjós. Þessi verðlaun hafa verið veitt árlega frá árinu 2007 og mega þjóðir eða samtök tilnefna einstakling eða hóp til verðlaunanna. Samgöngustofa leitar því að tilnefningum um aðila sem sýnt hefur einstakt hugrekki til til sjós. Umrætt atvik skal hafa átt sér stað á tímabilinu 1. mars 2016 til 28. febrúar 2017.
Tilnefningar skulu sendar Samgöngustofu eigi síðar en föstudaginn 7. apríl 2017 á netfangið halldorz@icetra.is.
Í fyrra voru verðlaunin veitt skipstjóranum Radhika Menon en hún var skipstjóri á olíuskipinu Sampurna Swarajya. Hún var tilnefnd af indverskum stjórnvöldum fyrir einstakt hugrekki við björgun sjö sjómanna af fiskibátnum Durgamma. Báturinn var að sökkva eftir að hafa verið á reki í sex daga, í roki og rigningu, þar sem vindhraði var 30 til 40 m/s og ölduhæð náði 8 til 10 metrum við björgunina.
Meira um verðlaunin má sjá hér: http://www.imo.org/en/About/Events/bravery%20award/Pages/default.aspx
Myndband frá verðlaunaafhendingunni frá í fyrra má finna hér.