Flutningaskipið Nordfjord kyrrsett

8.3.2018

Við hafnarríkisskoðun á M/V Nordfjord í Reykjavík þann 7. mars sl.  voru gerðar nokkrar athugasemdir, m.a. vegna óvirks neyðar- og mengunarvarnarbúnaðar. Var skipið kyrrsett samkvæmt alþjóðasamningum sem um slíkan búnað gilda.  Skipið siglir undir hollenskum fána, heimahöfn er Delfzijl, en það er rekið af norsku skipafélagi.  Flokkunarfélag skipsins er Bureau Veritas.  Skipið er smíðað 2006 og er 3990 brt. 

Eftir að lagfæring hefur farið fram og hún staðfest með skoðun verður kyrrsetningu aflétt af skipinu.

Uppfært: Föstudaginn 9.3. hafði lagfæring verði gerð og var kyrrsetningu aflétt af skipinu.

M/V Nordfjord í höfn í Reykjavík .