Flutningaskiptið Wilson Hook kyrrsett

28.3.2023

Sunnudaginn 26. mars barst hafnarríkiseftirliti Samgöngustofu tölvupóstur um að skip að nafni Wilson Hook hefði strandað í Ólafsvík. Skipið var kyrrsett eins og mælt er fyrir um í tilskipun Parísarsamkomulagsins og á mánudaginn fóru hafnarríkiseftirlitsmenn til Ólafsvíkur til að gera úttekt á skipinu.

Flokkunarfélagið DNV framkvæmdi neðansjávarkönnun með kafara og komst að þeirri niðurstöðu að engar skemmdir hefðu orðið á skipsskrokknum. Eftir skoðunina var skipinu sleppt klukkan 17:30 og leyft að sigla til næstu viðkomuhafnar á Grundarfirði.