Ivan Lopatin sett í farbann

12.10.2017

Við hafnarríkiseftirlit í Grundartangahöfn 10. október sl. var stórflutningaskipið  M/V Ivan Lopatin - IMO 9530319 sett í farbann. Skipið, sem losar hérlendis súrál frá Brasilíu og siglir undir rússneskum fána, var smíðað árið 2009 og er 22.070 brúttótonn að stærð. Útgerð skipsins er Murmansk Shipping Co.
Meðal athugasemda var ófullnægjandi ástand búnaðar sem fellur undir alþjóðasamninginn MARPOL kafla I,  til varnar olíumengunar frá skipum.

Uppfært 16.10.2017:  Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem gerðar voru og hefur kyrrsetningu verið aflétt.


Ivan-Lopatin .