Breytingar á lögskráningarkerfi

23.12.2013

Eins og fram hefur komið á þessari síðu lögskráningarkerfsins undanfarna 6 mánuði hefur staðið til að leggja niður aðgang að lögskráningarkerfinu með því að  nota veflykil ríkisskattstjóra. Sú breyting varð nú um áramótin að lokað var fyrir aðgang með veflykli ríkisskattstjóra og er í þess stað gefin kostur á því að fá aðgang að lögskráningarkerfinu með Íslykli, þ.e. veflykli Þjóðskrár. Upplýsingar um Íslykil er að finna á slóðinni:

http://www.island.is/islykill/.

Fyrir þá sem ekki þegar hafa fengið sér Íslykil, má panta Íslykil á eftirfarandi slóð: https://innskraning.island.is/Order.aspx.

 

Frekari upplýsingar fást með því að senda fyrirspurn á sigling@samgongustofa.is eða með því að hafa samband við Samgöngustofu í síma 4806000.“