Úrskurður ráðuneytis vegna RIB báta

24.5.2013

Innanríkisráðuneytið

Innaríkisráðuneytið hefur fellt úrskurð í kærumáli á hendur Siglingastofnunar vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að hafna umsókn hvalaskoðunarfyrirtækis um að sigla með fleiri en 12 farþega í RIB bátum utan tímabilsins 1. júní til 30. september án þess að notast við einangrandi flotbúninga.

Niðurstaða ráðuneytisins er að staðfesta beri niðurstöðu Siglingastofnunar. Eins og segir í bréfi ráðuneytisins er fylgir úrskurðinum er þá fyrst og fremst litið til öryggissjónarmiða við farþegaflutninga enda skýrt kveðið á um í lögum um eftirlit með skipum nr. 47/2003 að markmið laganna er að tryggja öryggi skipa, áhafna þeirra og síðast en ekki síst farþega á skipum.

Þó ráðuneytið hafi staðfest ákvörðun Siglingastofnunar í máli þessu telur ráðuneytið nauðsynlegt að reglur um RIB báta séu yfirfarnar. Beinir ráðuneytið því til Siglingastofnunar að taka reglurnar nú þegar til endurskoðunar.

Hér má lesa úrskurð ráðuneytisins .