Námskeið fyrir hafnargæslumenn

25.3.2013

Námskeiðið er fyrir þá starfsmenn hafna sem gegna öryggishlutverki í siglingavernd.

Athygli er vakin á að námskeiðið er ekki fyrir þá sem þegar hafa lokið eins dags námskeiði eða verndarfulltrúanámskeiði Siglingastofnunar.

Siglingastofnun, Ríkislögreglustjóri og Tollstjóri standa í sameiningu að eins dags námskeiði í húsnæði Siglingastofnunar fyrir þá starfsmenn hafna sem gegna öryggishlutverki í siglingavernd. Starfsmönnum öryggisfyrirtækja sem hyggjast bjóða upp á öryggisgæslu í höfnum í tengslum við siglingavernd eða fyrirtækja sem vilja taka að sér framkvæmd hafnaverndar gefst einnig kostur á að sækja námskeiðið. Aðilar sem vinna sem farmverndarfulltrúar eða ætla sér að vinna sem slíkir gefst einnig kostur á að sækja námskeiðið.

Samkvæmt 18. grein A og B hluta ISPS-kóðans um siglingavernd, sbr. einkum grein 18.2 í B hluta, skulu þeir starfsmenn hafna sem gegna öryggis- og eftirlitsstörfum á sviði hafnaverndar hljóta viðeigandi kennslu og þjálfun á þessu sviði. Þetta er liður í innleiðingu siglingaverndar, sem Siglingastofnun Íslands hefur umsjón með.

Námskeiðið verður haldið hjá Siglingastofnun í Kópavogi þann 11. apríl 2013.
Skráningarfrestur er til 8. apríl 2013.

Skráning á námskeiðið er í gegnum sérstök umsóknareyðublöð . Almennar fyrirspurnir í síma 560 0000 eða á tölvupósti á netfangið sigling@sigling.is eða fax: 560 0060.