Straummæling í Landeyjahöfn

Undanfarið hefur verið unnið að uppsetningu á radar í Landeyjahöfn sem mun gegna hlutverki straummælis. Var ráðist í þessa framkvæmd eftir að sýnt þótti að hefðbundnar straummælingar í Landeyjahöfn væru erfiðleikum bundnar vegna mikils ölduróts við ströndina.
Um er að ræða nýja tækni sem ekki hefur verið reynd áður hér á landi í þessu skyni. Venjulegum radar komið fyrir á mastri við höfnina en nýjungin felst í sérstökum hugbúnaði frá þýska fyrirtækinu Ocean Waves (http://www.oceanwaves.de/). Er hugbúnaðurinn tengdur við radarinn og reiknar öldu og öldustefnu, straum, straumstefnu og dýpi á tilteknu svæði á rauntíma úr þeim upplýsingum sem frá honum berast. Er vonast til að með þessu verði unnt að meta með mun nákvæmari hætti en nú er aðstæður til siglinga inn í Landeyjahöfn.