Málstofa um Landeyjahöfn

20.3.2013

Landeyjahöfn.

Á morgun, fimmtudaginn 21. mars, stendur Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ fyrir málstofu um sandburð í Landeyjahöfn. Fyrirlesarar verða Sigurður Áss Grétarsson og Sigurður Sigurðarson frá Siglingastofnun Íslands og munu þeir fara yfir forsendur hafnarinnar og þá reynslu sem fengist hefur af byggingu hennar. Rannsóknir á efnisburði með ströndinni og þróun dýpis við Landeyjahöfn verða ræddar. Þá verða kynntar athuganir dönsku straumfræðistöðvarinnar á því hvort möguleiki sé á að bæta flæði sands framan við höfnina. Fjallað verður um rökin sem liggja fyrir því að flytja ósa Markarfljóts til austurs. Að lokum verður farið yfir botndælubúnað og hugmyndir um það hvernig unnið verður að því að halda nægu dýpi fyrir ferju.

Málstofan fer fram í VR-II að Hjarðarhaga 6 í Reykjavík fimmtudaginn 21. mars kl. 12.20-13.10. Fundarstjóri verður Hrund Andradóttir dósent.

Hér má finna glærur af fyrirlestrinum: Sandburður við Landeyjahöfn .