Köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum

26.2.2013

Silfra. Myndin er fengin af vef þjóðgarðsins Þingvalla.

Siglingastofnun Íslands hefur gefið út fyrirmæli nr. 165/2013 vegna köfunar og yfirborðsköfunar í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Markmið þeirra er að bæta öryggi með því að setja tilteknar reglur um starfsemi þeirra sem bjóða upp á ferðaþjónustu í köfun og yfirborðsköfun í þjóðgarðinum og þeirra sem kafa þar á eigin vegum.

Siglingastofnun Íslands hefur átt gott samstarf og samráð við Þingvallanefnd, ferðaþjónustufyrirtæki, Sportkafarafélag Íslands og prófanefnd kafara um setningu reglnanna og vonast stofnunin til að góð sátt geti orðið um framkvæmd þessara reglna og að þær muni leiða til bætts öryggis.

Lög og reglur um köfun
Upplýsingasíða Siglingastofnunar Íslands um köfun.
Rannsóknarnefnd sjóslysa - köfunarslys

Eldri fréttir:
2. október 2012:         Breyting á reglugerð um köfun
9. febrúar 2012:          Útgefin skírteini Siglingastofnunar Íslands