Gegn einelti

8.11.2012

Siglingastofnun leggur áherslu á góðan starfsanda.

Í dag, 8. nóvember er í annað sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti hér á landi. Eru allir hvattir til að leggja sitt af mörkum til að einelti fái ekki þrifist í samfélaginu og óskað eftir að skólar, samtök og vinnustaðir leggi sitt af mörkum til að standa saman gegn því.

Í tengslum við daginn eru allir hvattir til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti, sem er aðgengilegur á heimasíðunni, www.gegneinelti.is.  Með undirritun sinni skuldbindur fólk sig til að vinna gegn einelti og markmiðið er að fá sem allra flesta til að skrifa undir sáttmálann.

Meðal stefnumiða Siglingastofnunar um aðbúnað á vinnustað er áhersla á góðan starfsanda og einnig hefur verið gerð áætlun um aðgerðir gegn einelti og ferlakort um meðferð slíkra mála. Haldnir hafa verið fræðslufundir fyrir starfsmenn um áhrif eineltis og aðgerðir til að sporna við því og miðað við að reglulega verði áfram staðið að slíkri fræðslu.