Endurbygging bryggju

16.10.2012

Unnið að endurbyggingu þekju á Hólmavíkurhöfn.

Nú í vikunni lýkur frágangi á þekju og lögnum í Hólmavíkurhöfn sem aulýst var til útboðs sl. vor. Er þar með lokið endurbyggingu sem hófst í fyrra þegar boðinn var út rekstur á stálþili utan um bryggjuhausinn. Verktaki við fráganginn var Stálborg ehf. í Hafnarfirði sem átti lægra boð  af þeim tveimur sem bárust. Örlítið bættist við verkhlutann en því lauk innan tímamarka.