Nýr Herjólfur

18.6.2019

Nýr Herjólfur, sem beðið hefur verið um langan tíma, er kominn til landsins og fór formleg móttaka hans fram sl. laugardag, 15. júní. Ferjan var smíðuð í Póllandi og gekk sigling hennar yfir hafið að óskum.

Vegagerðin á Herjólf og annaðist samninga vegna smíði hans en nýtt félag í Vestmannaeyjum, Herjólfur ohf., sér um reksturinn. Samgöngustofa kom að þessu verkefni með eftirliti með smíðinni, ákvörðunum um mönnunarkröfur  ásamt eftirliti með björgunar- og öryggisbúnaði skipsins.

Samgöngustofa óskar Vestmannaeyingum og landsmönnum öllum innilega til hamingju með nýjan Herjólf.

Nýr HerjólfurJón Bernódusson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Jón Bernódusson, skipaverkfræðingur, fagstjóri hjá Samgöngustofu og stjórnarmaður í stýrihópi um nýjan Herjólf, færði Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, blómvönd frá Samgöngustofu í tilefni dagsins. Hér eru þau ásamt Sigurði Ingi Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju.