Nýr Herjólfur
Nýr Herjólfur, sem beðið hefur verið um langan tíma, er kominn til landsins og fór formleg móttaka hans fram sl. laugardag, 15. júní. Ferjan var smíðuð í Póllandi og gekk sigling hennar yfir hafið að óskum.
Vegagerðin á Herjólf og annaðist samninga vegna smíði hans en nýtt félag í Vestmannaeyjum, Herjólfur ohf., sér um reksturinn. Samgöngustofa kom að þessu verkefni með eftirliti með smíðinni, ákvörðunum um mönnunarkröfur ásamt eftirliti með björgunar- og öryggisbúnaði skipsins.
Samgöngustofa óskar Vestmannaeyingum og landsmönnum öllum innilega til hamingju með nýjan Herjólf.
Jón Bernódusson, skipaverkfræðingur, fagstjóri hjá Samgöngustofu og stjórnarmaður í stýrihópi um nýjan Herjólf, færði Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, blómvönd frá Samgöngustofu í tilefni dagsins. Hér eru þau ásamt Sigurði Ingi Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju.