Olíu- og sorpdagbækur til Umhverfisstofnunar

19.3.2015

Umhverfisstofnun hefur tekið við útgáfu og dreifingu á Olíu- og sorpdagbókum. Stofnunin hefur upp á síðkastið unnið að endurskoðun bókanna með tilliti til breytinga sem orðið hafa á kröfum um varnir gegn mengun sjávar. Bækurnar verða fljótlega tilbúnar til afhendingar. Samgöngustofa bendir viðeigandi aðilum að leita til Umhverfisstofnunar.