Rannsóknir í þágu umhverfis

2.2.2018

Hjá Samgöngustofu er unnið að rannsóknum í þágu umhverfisins. Annars vegar er um að ræða tilraunaræktun á repju til framleiðslu á lífrænni dísilolíu fyrir íslenska fiskiskipaflotann. Hins vegar hafa verið til skoðunar aðferðir til að hreinsa útblástur (afgas) sem verður til þegar jarðefnaeldsneyti brennur í skipavélum.  Hér má finna tvær nýútgefnar skýrslur um þessar rannsóknir.