Samgöngustofa tekur við útgáfu fjarskiptaskírteina

11.3.2022

Þann 1. apríl 2022 tekur Samgöngustofa við útgáfu fjarskiptaskírteina (ROC og GOC) til skipstjórnarmanna í stað Fjarskiptastofu. 

Skipstjórnarmenn þurfa við frumútgáfu og endurnýjun atvinnuskírteina til skipstjórnar að leggja fram staðfestingu um að hafa lokið ROC fjarskiptanámskeiði (við útgáfu atvinnuskírteina á grundvelli skipstjórnarnáms <15m., <24m.-A nám og <45m.-B nám) eða lokið GOC fjarskiptanámskeiði (við útgáfu atvinnuskírteina á grundvelli skipstjórnarnáms C og D).