Síðasta spjaldið í röð 12 hnúta komið út

20.12.2022

Nú er tólfta og síðasta rafræna veggspjaldið í röðinni 12 hnútar komið út. Umfjöllunarefnið er sú hætta sem stafað getur af skorti á nærgætni og virðingu fyrir samstarfsfólki. Umhyggja og kærleikur er jú boðskapur jólanna og því eiga þessi skilaboð vel við núna en reyndar eiga þau alltaf vel við.
12.-12-HNUTAR-VIRDINGALEYSI

Spjaldið ber yfirskriftina „Virðingarleysi fyrir félögum" og í fyrirbyggjandi aðgerðum er lögð áhersla á að fólk beri virðingu fyrir tilfinningum, skoðunum og persónugerð annarra. Sýni nýliðum, ungmennum og starfsfólki af erlendum uppruna sérstaka tillitsemi og uppræti allt baktal, lítillækkun, einelti og hverskonar ofbeldi og áreiti. Bent er á að með því að gera lítið úr öðrum er maður í raun að lítillækka sjálfan sig.

12 hnútar eru unnið með helstu sérfræðingum í öryggismálum sjómanna, sem eru skólastjóri, kennarar og leiðbeinendur Slysavarnaskóla sjómanna. Við viljum þakka sérstaklega fyrir stuðningur ykkur við þetta verkefni en dreifing og kynning á þessu er mjög mikilvæg og getur leitt til mun betri öryggismenningar á sjó. 

Dagatal á íslensku og ensku

Vakin er sérstök athygli á því að nú í lok árs verða sent út dagatal sem gert hefur verið og byggir á spjöldunum 12. Því verður dreift til útgerðaraðila og helstu hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Hægt verður að panta enska útgáfu dagatalsins ef þess er óskað með því að senda tölvupóst merktan „12 hnútar" á fraedsla@samgongustofa.is.

www.samgongustofa.is/12hnutar
www.icetra.is/12knots