Staðfesting IMO

7.12.2018

Á 100. fundi siglingaöryggisnefndar IMO staðfesti nefndin nú í vikunni formlega að Ísland uppfylli áfram í einu og öllu ákvæði STCW-samþykktarinnar um menntun, þjálfun, skírteini og vaktstöðu farmanna og hafi innleitt nauðsynlegar breytingar á henni (svokallaðar Manilla-breytingar).

Þessi staðfesting kemur í kjölfar mikillar vinnu undanfarin misseri við skjalagerð og þýðingar á gögnum sem þarf að leggja fram hjá IMO á 5 ára fresti til að uppfylla ákvæði STCW-samþykktarinnar um skírteinisútgáfu hjá Samgöngustofu, menntun og þjálfun í sjómannaskólunum og lögfestingu samþykktarinnar í íslenskan rétt. STCW-skírteini íslenskra farmanna eru þar með áfram viðurkennd um allan heim.

Lif-og-lettbatanamskeid Mynd: Slysavarnarskóli sjómanna.